Fréttir
Starfsfólk vantar í leikskólann Undraland
Leitað er að leikskólakennurum í störf á deildum og til greina kemur að ráða í heil störf eða eða hlutastöður. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í janúar-febrúar.
Hveragerðisbær fær 342.931.314 kr. styrk í nýja skólphreinsistöð
Hveragerðisbær er meðal 22ja samstarfsaðila Umhverfisstofnunar sem fengu samtals 3,5 milljarða króna styrk frá Evróðusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Íþróttamaður Hveragerðis 2024 - tilnefningar óskast
Óskað er eftir tilnefningum frá íþróttafélögum, sérsamböndum ÍSÍ og almenningi.
Listamenn í Varmahlíð árið 2025
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd Hveragerðisbæjar hefur lokið við úthlutun á dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2025. Alls bárust 42 umsóknir og var ákveðið að 16 fengju úthlutun.
Laust starf í boði við félagslega stoð- og stuðningsþjónustu (liðveisla)
Hveragerðisbær leitar að starfsmönnum til að sinna félagslegri stoð- og stuðningsþjónustu (félagsleg liðveisla) við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Starfið felur í sér að veita félagslegan stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun þjónustuþega og hefur það markmið að styðja og hvetja til þátttöku þeirra í félags- og tómstundastarfi o.fl.
Getum við bætt efni síðunnar?